Litla hetjan

jæja á maður ekki að skrifa hérna inn hvernig er það??

En jú líf mitt bara tók snöggar breytingar, Það var núna þriðjudagskvöldið þann 13 febrúar að allt breyttist. Ég var mjög veik og það hratt svo manninum mínum leist ekki vel á að þetta væri bara einhver flensa svo hann heimtaði að við töluðum við lækni, sem við jú gerðum. Það var bara heimtað að ég kæmi upp á sjúkrahús ef ég mögulega treysti mér til, ég jú lét mig hafa það og fór í bílinn hálf skríðandi og það var brunað á Krókinn. Svo var ég skoðuð og það var tekið blóð og þvagprufu og allt skoðað. Ég lét eða reyndi að láta fara vel fyrir mér í rúminu. Svo kom Þorsteinn eftir að það var búið að rannsaka allt í kvelli sem hægt var að gera. En jú þá kom sjokkið að hann talaði við lækni fyrir sunnan og líklega var ég komin með meðgöngueitrun og átti bara að fá sjúkraflug með mig beint suður í frekari skoðun. Kallinn heim með börnin reddar pössun í einum grænum og brunar á krókinn og rétt nær á okkur áður en flugið er komið.

Svo gengur allt vel í fluginu mér líður bærilega enda verið að sulla í mig verkjalyfjum og öðru beint í æð og spyrja mig heil mikið af spurningum.
Svo vorum við komin suður. Þá byrjaði ballið það var aftur tekið blóð það var sterasprauta og hvað eina og mér var farið að líða eins og ágætis nálapúða þarna, jú ég var rannsökuð í allar áttir og var tékkað á barninu. Það var farið að ræða keisara en líka átti að reyna að láta þetta bíða í nokkra daga og gefa sprautu til að hraða lungnaþroskanum hjá barninu. Það var haldið áfram að skoða og svo kom í ljós að ég var með það mikla fæðingareitrun og barninu leið ekki vel að það átti að drífa mig bara í keisara og það strax:(
Þetta var hrikalega erfitt en ekki mikill tími til að hugsa svo það komu en meiri nálar og ég var drifin úr fötum komið fyrir þvaglegg og áður en ég vissi af var ég á skurðstofunni og var verið að gera mig reddi fyrir svæfingu.

Allt gekk vel og ég vaknaði síðan eftir svæfingu og man hvað ég var sljó en spurði manninn minn þrisvar hvort það væri ekki allt í lagi og hvort þetta hafi örugglega verið strákur eins og við áttum von á. Jú þetta var drengur og allt gekk vel :) Hann var tæpar 4 merkur og 37cm sem er ekki stórt. Ég fékk svo að sjá myndir af honum fyrst og það var alveg yndislegt að sjá litla krílið komið þarna en ég fékk ekki að sjá hann fyrr en um kl 14 þann 14 feb en hann fæddur 23:47 þann 13 febrúar svo ekki hitti hann á að vera valentínusarbarn:) En þetta gekk vel og gengur vel hann er komin úr súrefni og farin að reyna hvað hann getur og það strax:)
ég set mynd af litlu hetjunni minni sem allra fyrst en svona fór þetta allt. Núna er að dúsa fyrir sunnan í einhverjar vikur og sjá hvernig hann mun spjara sig.
ég er orðin þreytt og hugsa að ég fari að koma mér niður í lúllið :)

Góða nótt
Dodda og litla hetjan:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband